Hægt er að kveikja á kerfisvísinum þegar unnið er með annað tilvik af Microsoft Dynamics NAV. Til dæmis er hægt að gera greinarmun á vinnsluumhverfi og prófunarumhverfi eða sjá þegar grunnstillingarhamur er virkur. Í þessu ferli er kerfisvísinn settur upp og virkjaður.
-
Kerfisvísirinn birtist sjálfkrafa þegar kerfið er í grunnstillingarham og ekki er hægt að slökkva á honum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að: Opna Microsoft Dynamics NAV í grunnstillingu.
-
Ef annar hamur er notaður þarf fyrst að setja upp kerfisvísi í glugganum Stofngögn. Það er síðan sýnt í samræmi við kjörstillingar á hverri síðu.
Til a virkja kerfisvísinn
Í reitinn Leita skal færa inn Stofngögn og velja síðan viðkomandi tengi.
Útvíkka flýtiflipann Kerfisvísir.
Í reitnum Kerfisvísir veljið einn eftirfarandi valkostum.
Tegund kerfisvísis Lýsing Ekkert
Engin texti er sýndur.
Til athugunar Í skilgreiningarham sést staðan Grunnstilling alltaf. Ekki er hægt slökkva á þessum texta. Sérsniðinn texti
Sýnir texta sem færður er inn í reitinn Texti kerfisvísis.
Stofngögn
Sýnir texta sem færður er inn í reitinn Nafn.
Fyrirtæki
Sýnir heiti fyrirtækis.
Gagnagrunnur
Sýnir millistigs hýsisheiti og gagnagrunnsheiti.
Fyrirtæki+gagnagrunnur
Sýnir heiti fyrirtækis, millistigs hýsisheiti og gagnagrunnsheiti.
Í reitnum Stíll kerfisvísis skal velja úr Staðlað og Accent1 í gegnum Accent9 valkosti til að bæta við tilteknum stíl við kerfisvísinn.
Í reitnum Texta kerfisvísis er færður inn sérsniðinn texti til að sýna. Til að sýna texta verður að velja valkostinn Sérsniðinn texti í reitnum Kerfismælir.
Velja hnappinn Í lagi og endurræsa Microsoft Dynamics NAV til að sjá breytingarnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |